Bókagagnrýni Galdrastafir og græn augu

Galdrastafir og græn augu er frekar spennandi og skemmtileg bók eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur.  Þessi bók er um Svein Sigurðsson sem lendir í rosalegu ævintýri með því að fara til fortíðar og kynnast lífinu á Íslandi árið 1713.  Hann fór aftur í tíman með því að segja eitthvert bull sem varð að galdraþulu.  Sveinn kynnist fólkinu á bænum á Hlíð.  Hann finnur síðan prestinn séra Eirík sem er göldróttur og reynir allt til þess að komast til baka.  Séra Eiríkur lenti í vandræðum með peysu sem ein galdrakona gaf honum til þess að taka hann af lífi.  Hann bjargar honum með því að skera peysuna og séra Eiríkur launar honum með að koma honum aftur heim til hans tíma.  Mér fannst bókin skemmtileg og spennandi á margan hátt.  Það sem mér fannst skemmtilegast var að ég lærði mikið um gömul orð og hefðir sem voru í gamla daga.  Það var ekkert leiðinlegt við bókina nema að það er ekki von á  framhaldi.  Ég vona að höfundurinn skrifi framhald vegna þess að mig langar að vita hvort Sveinn komist aftur til fortíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Daniel Atli Matthiasson Zaiser
Daniel Atli Matthiasson Zaiser
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband